Um okkur

Lagnatækni er sérhæfð hönnunar- og ráðgjafarstofa á sviði lagna- og loftræsikerfa og var stofnuð 1986.

Lagnatækni byggir á mikilli og margbreytilegri reynslu á sviði lagna- og loftræsikerfa og hefur lagt metnað sinn í að geta fylgt verkum eftir, allt frá fyrstu tillögum að fullbúnum kerfum.

Verkefni stofunnar hafa náð til ólíkra gerða bygginga og fyrir nánast öll svið samfélagsins, hvort sem um er að ræða opinberar framkvæmdir eða fyrir einkaaðila.

Lagnatækni hefur unnið að mörgum sérhæfðum og krefjandi verkefnum, þar má nefna ráðgjöf og hönnun fyrir lyfjaiðnað, bæði hérlendis og erlendis, og hefur fyrirtækið reynslu í þeim umfangsmiklu úttektarferlum sem þar tíðkast. Verkefnin hafa verið hér á landi en einnig hefur fyrirtækið fengist við stór verkefni í suður Evrópu og Asíu. Reynsla er því til staðar í hönnun lagna- og loftræsikerfa við mjög ólíkar aðstæður, allt frá okkar svala og oft þurra umhverfi til heitra og rakra svæða jarðarinnar.

Fyrirtækið býr yfir sérþekkingu á gerð lagna – og loftræsikerfa fyrir rannsóknarstofur, bæði efna rannsóknarstofur og öryggis rannsóknarstofur ( Bio Safety Laboratories).

Áhersla er lögð á þekkingu og þjálfun við ástandsskoðanir, úttektir og stillingu lagna- og loftræsikerfa og því eru jafnan til staðar kvörðuð mælitæki og annar búnaður sem þarf til slíkra verka. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að efla og viðhalda sérþekkingu sinni og vera leiðandi á sínum sérhæfðu sviðum.

Lagnatækni hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir lofsverð lagnaverk, frá Lagnafélagi Íslands.

Lagnatækni notast við hlutbundna hönnun (BIM byggingaupplýsingalíkan) með því að nota MagiCad teikniforritið í verkefnum sínum. Þá býr fyrirtækið yfir hugbúnaði sem nota má til að greina utanaðkomandi og innri hitaálög á byggingar sem veitir nánari og skýrari greiningu á byggingum.

Umfangsmikil reynsla starfsmanna skilar sér í traustum og hagkvæmum lausnum viðfangsefna. Í dag vinna 8 verk- og tæknifræðingar hjá Lagnatækni.

Lagnatækni er aðili að Félagi ráðgjafarverkfræðinga, FRV.