Á þrjátíu ára afmæli Lagnatækni er rétt að horfa til baka, til þess tíma er starfssemin hófst og hvernig okkur hefur til tekist. Lagnatækni var stofnað af byggingartæknifræðingunum Einari Þorsteinssyni og Axel Sölvasyni. Starfssemin byrjaði smátt en byggðist jafnt og þétt upp og einkenndist alla tíð af traustum tengslum við framkvæmdaraðila og eigendur. Til viðbótar við þarfagreiningu og hönnun lagði Lagnatækni mikla áherslu, frá upphafi, á prófanir og úttektir sem tryggði þar með virkni kerfa. Hluti af þessu var framlagning á skýrum upplýsingum um kerfin í formi handbóka. Viðfangsefni Lagnatækni hafa sífellt orðið flóknari og þjónusta fyrir mjög kröfuharða viðskiptavini er núna megin undirstaða hjá fyrirtækinu. Þar ber hæst sú sérhæfing sem er til staðar til þjónustu fyrir lyfjageirann.

Þessi áhersla á að fylgja verkum til loka í samvinnu við framkvæmdaraðila og eigendur er okkar aðalsmerki og ósk okkar er sú að þannig getum við unnið áfram og okkar sé getið fyrir vandvirkni í störfum og metnað til góðra verka.