Orkuútreikningar bygginga

Formun bygginga og val á byggingarefnum, svo sem glergerða og einangrunar, auk vals á loftunarfyrirkomulagi getur haft mikil áhrif á hagkvæmni og þægindi bygginga. Til að geta veitt sem besta ráðgjöf hvað þetta varðar hefur Lagnatækni komið sér upp hugbúnaði sem gerir kleift að útbúa líkan af fyrirhugaðri byggingu, þar sem setja má inn eiginleika gluggaglers og mismunandi uppbyggingar veggja og þaka. Síðan má keyra ytri og innri álög á þetta líkan og skoða samspil álaga og hvaða orku þarf til að mæta slíkum álögum á ársgrundvelli. Einnig gefur þessi aðferð upplýsingar um stærðarákvarðandi afköst einstakra tæknikerfa sem koma við sögu. Þessi aðferðafræði er mjög góð viðbót við greiningu á flóknari byggingum og styður mjög við þá miklu reynslu sem fyrir er í fyrirtækinu í ráðgjöf á þessum sviðum.