Hönnun og ráðgjöf

Þjónusta Lagnatækni beinist að gerð tæknikerfa og allri umgerð þeirra. Megin áhersla fyrirtækisins er þjónusta á sviði húskerfa, bæði lagna– og loftræsikerfa, og þar skal sérstaklega tilgreina sérhæfingu Lagnatækni er á sviðum krefjandi tæknikerfa fyrir rannsóknarstofur og lyfjaiðnað.  

Lagnatækni hefur reynslu og getu til að veita þjónustu í innri skipulagsmálum hvað varðar rannsóknarstofur og aðstöðu til lyfjaframleiðslu, og til staðar er reynsla í þarfagreiningum og framsetningum þeirrar vinnu.

Lagnatækni leggur áherslu á að koma snemma að undirbúningi bygginga og ná að leiðbeina um byggingatæknilega þætti er varða hagkvæma orkunotkun og gott innra umhverfi. 

Aðgengi að tæknikerfum til eftirlits og viðhalds eru mál sem við leggjum mikla áherslu á. Gangsetning, mælingar og stilling flókinna lagna- og loftræsikerfa er okkar sérfag.