Aðkoma Lagnatækni hefur verið breytileg, hvað einstök verk varðar, en Lagnatækni hefur unnið að skipulagsvinnu lyfjaverksmiðja, forhönnun og hönnun margskonar lagna- og loftræstikerfa. Þar er um að ræða öll almenn lagnakerfi, en til viðbótar eru sérhæfð kerfi, eins og fyrir afjónað og sérhreinsað vatn, "cryogenic" dreifikerfi fyrir fljótandi köfnunarefni og ýmsar gerðir gaskerfa og sérhæfð þrýstiloftskerfi auk kerfa sem eru hlutar framleiðslubúnaðar. Lagnatækni hefur hannað nokkur stór vökvakælikerfi sem þjóna lyfjaverksmiðjum, á suðlægum slóðum, og eru þau oft jafnframt búin varmaendurvinnslubúnaði til framleiðslu á hitunarvatni. Til viðbótar þeim loftræstikerfum sem þjóna sérhæfðum aðstæðum í lyfjaframleiðslu, hefur Lagnatækni fengist við hönnun á sérhæfðum loftflutningskerfum fyrir framleiðslubúnað, auk umfangsmikilla rykútsogskerfa og ryksugukerfa.                                                                         

Lagnatækni hefur oft á tíðum séð um umsýslu og eftirlit og einnig séð um prófanir og gangsetningar á þessum kerfum og hefur því umfangsmikla þekkingu og reynslu í þeim flóknu ferlum sem þar þarf að beita.

Dæmi um verk sem starfsmenn Lagnatækni hafa unnið að í þessum flokki eru:  

  • Alvotech, hátæknisetur í Vísindagörðum HÍ, Reykjavík
  • Actavis, lyfjaverksmiðja, Hafnarfirði                    
  • Actavis, lyfjaverksmiðja, Zejtun, Möltu
  • Actavis, lyfjaverksmiðjur, Dubnitza, Búlgaríu
  • Distica, heildsala og dreifingarmiðstöð, Garðabæ
  • Lyfjaver, apótek, Suðurlandsbraut